Húsnæðisverð í Bandaríkjunum hækkaði í annað skipti í röð í nýliðnum desember. Samkvæmt viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna jafngilti hækkunin 4,5% á ársgrunni.

Þykir þessi staðreynd renna frekari stoðum undir það að húsnæðisverð þar í landi hafi nú þegar náð lágmarki. Síðasta skýrsla bandarískra stjórnvalda sýndi 3,4% aukningu í sölu á nýjum heimilum.