Húsnæðisverð í Bretlandi lækkaði um 2,5% í síðastliðnum marsmánuði, samkvæmt nýjum tölum sem fasteignalánaveitandinn HBOS birti í dag.

Þetta er mesta lækkun á einum mánuði frá því árið 1992 og gefur til kynna að þrengingar á lánamörkuðum séu farnar að hafa veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn.

Fram kemur í skýrslu HBOS að húsnæðisverð í Bretlandi hafi hækkað um 171% á undanförnum áratug.

Gengi sterlingspunds lækkaði á gjaldeyrismörkuðum í kjölfarið vegna væntinga fjárfesta að auknar líkur séu á því að Englandsbanki muni þurfa að lækka stýrivexti um 25 punkta í vikunni.