Húsnæðisverð í Bretlandi hækkaði um 1,4% í janúar og hefur ekki hækkað eins mikið síðan í júlí árið 2004, segir í skýrslu bresku húsnæðislánastofnunarinnar Nationwide.

Húsnæðisverð hækkaði um 4,4% á ársgrundvelli, en sérfræðingar á fasteignamarkaði höfðu spáð 0,5% hækkun í janúar og 3,3% hækkun á ársgrundvelli.

Hækkun húsnæðisverðs er talin vera ágætis mælikvarði á heilbrigði breska hagkerfisins, og einkaneysla getur hugsanlega aukist í takt við húsnæðisverðhækkanir.