Á þriðja ársfjórðungi lækkaði húsnæðisverð í Bandaríkjunum um 4,5% frá sama tímabili og í fyrra. Þessi lækkun er sú mesta í a.m.k. tvo áratugi og má rekja hana að hluta til lánsfjárkrísunnar og því að eftirspurn eftir húsnæði hefur minnkað töluvert og verðið lækkað samhliða því, samkvæmt því sem segir í Vegvísi Landsbankans.  Þessi lækkun kemur í kjölfar 3,3% lækkun á öðrum fjórðungi.

Áframhaldandi lækkun

Húsnæðisverðið mun að öllum líkindum halda áfram að lækka, vegna hertra útlánaskilyrða og dræmrar sölu fasteigna. Lánsfjárkrísan mun því að öllum líkindum draga dilk á eftir sér og hægja á almennri neyslu. Húsnæðisverð í 20 stórborgum Bandaríkjunum lækkaði um 4,9% á síðustu tólf mánuðum, m.v. lok september, en árslækkunin var 4,3% í ágúst, segir í Vegvísinum.