Húsnæðisverð í Bandaríkjunum lækkaði um 3,2% á öðrum ársfjórðungi frá sama tímabili í fyrra, að sögn greiningardeildar Kaupþings.

"Í ljósi aukinna krafna útlánastofnana um greiðsluhæfi lántaka er jafnvel búist við að íbúðir lækki jafnvel enn frekar í verði á komandi mánuðum. Þá fjölgaði skráðum eignum á söluskrá um 5% milli mánaða," segir greiningardeildin.