Rightmove húsnæðisverðsvísitalan fyrir nóvember var birt í morgun, og lækkaði húsnæðisverð í Bretlandi um 0,7% á milli mánaða samkvæmt vísitölunni.

Í Morgunkorni Glitnis segir að tölurnar staðfesta þann hægagang sem einkennt hefur fasteignamarkað í Bretlandi undanfarna mánuði og rekja megi til undirmálslánavandans í Bandaríkjunum. Hraði hækkunar húsnæðisverðs á 12 mánaða grundvelli minnkaði úr 10,4% í október í 7,9% í nóvember.

Rightmove býst við áframhaldandi slakri stöðu húsnæðismarkaðar á komandi ári og stöðnun fasteignaverðs á árinu.