Frá fyrri mánuði lækkaði verð á húsnæði um 0,9% í október í Bretlandi. Er það mesta lækkun á mánaðartímabili frá því í janúar 2009 og sá fjórði í röð þar sem lækkun mælist.

Í frétt Reuters segir að fleiri setji nú fasteign á sölu á sama tíma og eftirspurn dregst saman. Samkvæmt mælinum jókst eftirspurn um 2% og fasteignum til sölu fjölgaði um 1,9%.

Að meðaltali kostar seld fasteign rúmlega 156 þúsund pund, jafnvirði tæplega 28 milljóna króna.