Húsnæðisverð í Bretlandi lækkaði um tæplega 1% í ágúst samkvæmt könnun Nationwide. Í júlí var lækkunin 0,5% og er þetta í fyrsta sinn síðan í febrúar 2009 sem húsnæðisverð lækkar tvo mánuði í röð. Samkvæmt Englandsbanka voru aðeins 48 þúsund veðlán samþykkt í júlí, og telja hagfræðingar það vera merki um lækkandi verð.