Skilanefnd Kaupþings studdi ákvörðun um meiri háttar endurskipulagningu á Huurre Group Oy, leiðandi kælitæknifyrirtæki í Norður Evrópu með höfuðstöðvar í Finnlandi, til að styrkja fjárhagslega stöðu félagsins í yfirstandandi efnahagslægð eins og kemur fram í skýrslu skilanefndar til kröfuhafa.

Endurskipulagning Huurre Group Oy hefur leitt til þess að eiginfjárhlutfall félagsins hefur batnað til muna. Samtímis hafa lán félagsins verið framlengd og lokagjalddagi færður aftur um þrjú ár sem tryggir fjármögnun félagsins til miðs árs 2012. Í kjölfar endurskipulagningarinnar er fyrirtækið 100% í eigu Kaupþings banka.

Allmörg ár eru síðan kaupþing banki hóf að lána Huurre Group Oy með það að markmiði að skrá félagið í kauphöll.