Í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu (99,4) hefur undanfarið verið rætt við forráðamenn sveitarfélaganna víða um land sem standa nú með nýjar fjárhagsáætlanir í höndunum. Að þessu sinni ætlum við að heyra í Óla Jóni Gunnarssyni bæjarstjóra Stykkishólms en þeir í Hólminum eru að berjast við afleiðingar stöðvunar skelfiskveiða sem hafa verið bænum mikilvægar um áratugi.

Að því loknu ætlum við að fá Magnús Ásgeirsson innkaupastjóra eldsneytis hjá olíufélaginu og helsta sérfræðing okkar á olíumörkuðum til að spá um framvindu mála á þeim mikilvæga markaði.

Í lokin kemur síðan Guðni B. Guðnason framkvæmdastjóri tölvufyrirtækisins ANZA í þáttinn en félagið hyggur á útrás á nýju ári. Við ætlum að grípa tækifærið og velta aðeins fyrir okkur þróun tölvumarkaðsins með aðstoð Guðna.

Þátturinn er fluttur á milli kl. 16 og 17 og endurfluttur klukkan eitt í nótt.