Margir tala nú um að peningastefna sú sem Seðlabanki Íslands hefur fylgt undanfarin ár hafi verið tilraun sem mistókst.

Ef ástandið í íslenskum efnahagsmálum er skoðað núna er ekki fjarri lagi að halda að lítið standi eftir af stefnunni, hvort sem litið er til flots á krónunni eða verðbólgumarkmiða.

Í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi er varla hægt að tala um að nokkur úrræði hafi virkað í hagstjórn landsins. Eðlilega á það við um peningastefnu þá sem Seðlabanki Íslands hefur barist við að halda úti síðan 2001 með það að markmiði að halda verðbólgu innan skilgreindra markmiða.

Nú þegar kreppa er skollin á hér, gengisstefnan hrunin, verðbólgan langt yfir markmiðum og í raun lítil sem engin viðskipti með gjaldmiðil landsins, blasir við að flest það sem gat farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.

Beint liggur við að spyrja hvort hægt sé að kenna peningastefnu Seðlabankans um – eða eru það fleiri þættir sem skipta máli?

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í úttekt um fjármálakreppuna á Íslandi í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .