Til að komast í hóp tekjuhæstu fimm prósenta einhleypra Íslendinga þarf viðkomandi að vera með tæplega 1,1 milljón króna í heildartekjur á mánuði.

Hér er um að ræða samanlagðar launa- og fjármagnstekjur. Hjón þurfa að vera með samanlagðar mánaðartekjur upp á tæplega 3,1 milljón króna — eða um 1,5 milljónir króna hvort um sig — til að komast í hóp tekjuhæstu fimm prósentanna.

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.