Í áramótatímariti Viðskiptablaðsins fara nokkrir Íslendingar yfir árið sem er að líða. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður og textasmiður, segir árið hafa verið ferlega fyrirsjáanlegt.

1. Viðburður ársins? Brottför JT frá Keflavíkurflugvelli.

2. Hneyksli ársins? Halastjörnulendingarflippið sem stal athyglinni frá afturendanum á Kim Kardashian. Nördadrullusokkar.

3. Frétt ársins? Frétt Lemúrsins um hamstrabarþjónana. http://lemurinn.is/2014/11/06/litlir-hamstrar- sem-barthjonar/

4. Klisja ársins? Interstellar. Hverjum dettur í hug að endurgera Apaplánetuna … án eins einasta apa?!

5. Hetja ársins? Án efa töframaðurinn Einar Mikael og galdravinkonan hans. Það þarf ofurmannlegan viljastyrk og fórnfýsi til að koma fram í þessum aðsniðnu glitklæðum opinberlega.

6. Óvænt ánægja ársins? Að Kim Jong-un skyldi ekki hafa ökklabrotnað undan eigin líkamsþyngd þegar hann hvarf í haust. Elsku drengurinn.

7. Stjórnmálamaður ársins? Umboðsmaður Alþingis.

8. Lag ársins? Mér þótti söngurinn um útlensku hrægammana mjög fallegur, þó falskur væri. Náði hann ekki einmitt efsta sæti á vinsældalistanum?

9. Bömmer ársins? Rafræn skilríki. Versta hugmynd síðan Highlander II.

10. Heilt yfir, hvernig var árið? Ferlega fyrirsjáanlegt. Ég spái því að næsti mánuður verði desember. Og þá komi jól.