*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 7. september 2015 12:18

Hvað kostar farmiðinn á EM?

Icelandair býður ódýrari flugmiða en Wow air til Parísar næsta sumar, séu miðarnir bókaðir núna.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Ísland tryggði sér í gærkvöldi sæti á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Túristi hefur tekið saman verð á flugmiðum til landsins á meðan riðlakeppnin fer fram.

Ekki liggur fyrir í hvaða borgum íslenska landsliðið mun spila í keppninni, en leikir hvers riðils munu dreifast nokkuð jafnt um Frakkland. Þetta mun koma í ljós þegar dregið verður í riðla þann 12. desember næskomandi.

Þeir sem kjósa að fljúga beint til Parísar, dagana í kringum fyrstu leiki riðlakeppninnar, komast þangað fyrir rúmlega átján þúsund krónur með Icelandair á meðan ódýrustu miðarnir með Wow air kosta 28 þúsund krónur. Þar bætist einnig farangursgjald upp á 3.999 krónur og 999 króna bókunargjald við fargjaldið. Transavia flýgur einnig þessa flugleið en hefur ekki hafið sölu á farmiðum fyrir næsta sumar.

Ef svo fer að Ísland spilar í Lyon eða Saint-Étienne segir Túristi að einfaldara verði að fljúga beint til Lyon með Wow eða fara með Easyjet eða Wow air til Genfar. Hvorki Wow air né Easyjet hafi hins vegar hafið sölu á farmiðum til þessara borga en til Genfar megi fljúga með Icelandair fyrir 23 til 43 þúsund krónur aðra vikuna í júní.

Nánar um málið á vef Túrista.

Stikkorð: Knattspyrna Túristi EM 2016