Hvað kostar að láta drauminn rætast og skella sér í heimsreisu? Viðskiptablaðið fékk ferðaskrifstofuna Kilroy til að setja saman tvo mismunandi ferðapakka, fjögurra mánaða lúxusheimsreisu og fjögurra mánaða ódýra heimsreisu. Í báðum heimsreisunum er miðað við að lagt sé af stað í mars og komið aftur til Íslands í júlí.

Lúxus-heimsreisan, sem Kilroy skipulagði, kostar tæpar 3,5 milljónir á mann. Þar af kosta flugferðirnar 1,8 milljónir og gisting og styttri skoðunarferðir tæpar 1,7 milljónir. Öll flugin eru á „business class“. Innifalið í verðinu er öll gisting fyrir utan Japan, en þar er gert ráð fyrir að fólk ferðist í lest um landið og Ástralíu, þar sem gert er ráð fyrir fólk ferðist sjálft milli Sydney og Brisbane. Ef tveir ferðast saman þá skiptist kostnaður við gistingu í tvennt og ferðin kostar um 2,6 milljónir á mann.

Hér má sjá ódýru útgáfuna .

Nánar er fjallað um málið í áramótatímariti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .