*

fimmtudagur, 21. janúar 2021
Innlent 24. október 2016 08:01

Hvað tala þingmennirnir mest um?

Þingmenn.is er nýr vefur sem tekur saman tölfræði um þingmenn, hve lengi þeir tala, hvað þeir segja, hvernig þeir kjósa o.s.frv.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Nýr vefur, Þingmenn.is, hefur tekið saman upplýsingar og tölfræði um þingmenn og þingflokka fyrir kjörtímabilið 2013-2016.

Er markmið vefsins að sækja gögn sem finna má á vef Alþingis, vinna úr þeim og setja fram á skemmtilegan, fræðandi og eins og segir í lýsingu, helst af öllu hlutlausan máta.

Hægt er að skoða atkvæðaskrá þingmanna, og ræður, sjá hvað eru algengustu nafnorðin í ræðum hvers þingmanns, og skoða viðveru og fjarvistir þeirra.

Verkefnið er eftir Bæring Gunnar Steinþórsson og samstarfsmenn hans hjá Aranja, Davíð Bachmann Jóhannesson, Sebastian Helms og Ægir Giraldo Þorsteinsson.