Fljótlega eftir borgarstjórnarkosningarnar á síðasta ári var opnaður hugmyndabanki á netinu, þar sem Reykvíkingar gátu komið á framfæri tillögum sínum um betri borg.

Vefurinn, eða öllu heldur hugmyndafræðin að baki, er komin úr smiðju Besta flokksins og virðist komin á blússandi siglingu. Ekki er annað vitað en þverpólitísk eining ríki í borgarstjórn um þessa nýstárlegu leið til að virkja hugarafl borgaranna.

Vefurinn betrireykjavik.is var svo opnaður 19. október og samkvæmt frétt frá Reykjavíkurborg á mánudag höfðu yfir 10 þúsund einstaklingar heimsótt vefinn fyrstu dagana og lagt fram 200 hugmyndir. Nú er búið að senda 16 af þessum hugmyndum til formlegrar meðferðar hjá hinum ýmsu fagráðum Reykjavíkurborgar. Fagráðin fjalla um hugmyndirnar og er hægt að fylgjast með ferlinu á vefnum. Notendur – almennir borgarar – geta blandað sér í umræðuna, sett fram sín sjónarmið og skoðanir.

Nánar má lesa um betrireykjavik.is í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.