Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindamálaráðherra, hefur heimilað sölu og dreifingu á Hvalabjór sem Brugghús Steðja í Borgarfirði framleiðir.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannaði bjórinn á þeirri forsendu að hvalamjölið frá Hval hf., sem notað var við framleiðslu á bjórnum, uppfyllti ekki skilyrði matvælalaga.  Sú ákvörðun var kærð hefur ráðherra heimilað sölu og dreifingu bjórsins þar úrskurðað hefur verið í málinu.

Alls voru framleiddir 5 þúsund lítrar af Hvalabjórnum og voru notuð 2,5 kíló af hvalamjöli í framleiðsluna.

Greint er frá þessu á vef Skessuhorns.