Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar í fyrradag kom fram að sveitarfélagið tapaði 15 milljónum króna á því að hafa geymt fjármuni á Peningamarkaðssjóði Kaupþings þegar bankinn varð gjaldþrota.

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns .

Í bókun sveitarstjórnar segir:

„Hvalfjarðarsveit fékk ráðleggingar um að bestu ávöxtunarkjör væru á peningamarkaðsreikningum. Farið var eftir þeim ráðum og voru lagðar 70 milljónir árið 2007 og 20 milljónir árið 2008 á peningamarkaðsreikning hjá Kaupþingi hf. Við slit á sjóðnum vegna gjaldþrots Kaupþings fékk Hvalfjarðarsveit greitt út úr sjóðnum 85% eða 87.366.258 kr. Heildar tapið á fjárfestingunni í peningamarkaðsbréfum nemur 15.026.665 kr.”