Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna malbikunar frá föstudagskvöldi 10. apríl til mánudagsmorguns 13. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Speli, sem rekur göngin.

Önnur akreinin var malbikuð enda á milli í göngunum í október síðastliðnum og þá voru göngin lokuð eina helgi, en nú er komið að hinni akreininni.

Í verksamningi er gert ráð fyrir því að verktaki hliðri til, eins og mögulegt er, og hleypi forgangsumferð í gegn á meðan á framkvæmdum stendur (á við sjúkralið, slökkvilið og lögreglu). Önnur umferð er óheimil.