Hér á landi er unnið að þróun og gerð sendis á stórhveli sem gerir í fyrsta sinn kleift að fylgjast með ferðum stórhvela í N-Atlantshafi í tvö til fjögur ár í senn en hingað til hefur aðeins tekist að merkja og fylgjast með hvölum í nokkrar klukkustundir, daga eða vikur með því að skjóta örvum í dýrin. „Hið nýja merki er skaðlaust fyrir dýrin, umhverfisvænt og losað á einfaldan hátt í lok tímabils,“ segir Peter Hagen, sem er verkefnisstjóri fyrirtækisinsLifriki Ocean, Follow Whale, í Danmörku sem er að baki verkefninu. Fyrstu hvalirnir verða merktir síðla næsta árs.

Hagen segir í samtali við Viðskiptablaðið að fyrirtækið sé í raun upplýsingatæknifyrirtæki sem svo vill til að starfi með hvölum.

„Merkin á hvölunum munu ekki aðeins safna upplýsingum um ferðir hvalanna sjálfra, og afla þar með gríðarlegum upplýsingum sem hingað til hefur vantað um hvalina, heldur einnig um hafið sem þeir synda um. Við munum þannig fylla upp í stór göt í þekkingu okkar um úthöfin, sem munu gagnast bæði vísindamönnum og fyrirtækjum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Með blaðinu fylgir einnig sérblað um Kauphöllina. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Stýrivextri lækkaðir og verðbólga minnkar hraðar en búist var við.
  • Íslenskum samkeppnisyfirvöldum er heimilt að hlutast til um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli.
  • Evróputilskipun skikkar íslenska ríkið til að leggja niður einkarétt á póstþjónustu.
  • Afnám gjaldeyrishafta.
  • Fjallað er um kortafyrirtækin í úttekt en þau veltu samtals um 11 milljörðum króna í fyrra.
  • Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka, er í ítarlegu viðtali.
  • Rætt er við Pétur Pétursson, leigutaka Vatnsdalsár, um nýja bók sem skrifuð hefur verið um ána.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, Týr fjallar um ÁTVR og Óðinn skrifar um kjaraviðræður.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira.