Flutningaskipið Winter Bay kom til Japan í dag með um 1.816 tonn af frosnu hvalkjöti frá Hvali hf. The Japan Times greinir frá þessu. Um er að ræða um 40% af því hvalkjöti sem Japanir neyta árlega. Skipið lagði af stað frá Tromsö í Noregi fyrsta ágúst. Það sigldi norðausturleiðina svokölluðu um Norður-Íshafið.

Farmur skipsins er um tveggja milljarða króna virði að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Samkvæmt frétt The Japan Times er um að ræða um 40% þess hvalkhafa flutningaskip sem flutt hafa hvalkjöt frá Íslandi til Japans vanalega farið siglingaleiðina fyrir Góðrarvonarhöfða í Suður-Afríku og þaðan um Indlandshaf, en sú leið er er sögð hafa orðið sífellt torveldari vegna þrýstings frá hópum sem mótmæla hvalveiðum.

RÚV hefur eftir Kristjáni að það sé ekki ástæðan fyrir því að norðausturleiðin hafi verið valin, heldur að sú leið sé mun styttri en leiðin fyrir Afríku og um Indlandshaf.

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr í þessum mánuði að þrátt fyrir að Hvalur hf. hafi hagnast um þrjá milljarða á síðasta fjárhagsári hafi félagið tapað minnst 72,5 milljónum króna á hvalveiðum á árinu.