Ferðaþjónustufyrirtækið Hvalaskoðun Reykjavík stórjók hagnað sinn á milli ára en samkvæmt nýútgefnum ársreikningi nam hagnaður félagsins rúmum 93 milljónum árið 2015. Þá hagnaðist félagið jafnframt um rúmar 58 milljónir árið 2014.

Eignir félagsins jukust jafnframt úr 213 milljónum króna árið 2014 í tæpar 409 milljónir árið 2015. Stærsti eigandi félagsins er Grétar Sveinsson ehf. með 41% eignarhlut en á eftir honum koma Rannveig Grétarsdóttir og Sveinn Ómar Grétarsson, með 19% hlut hvor.