Hvalskip Hvals hf. veiddu 155 langreyðar á vertíðinni sem lauk í gær, en kvóti ársins var 154 dýr auk þess kvóta sem fluttist á milli ára. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi ekki gerst áður, eftir að þessi kvóti var settur, að kvóti ársins hafi náðst.

Vertíðin stóð í 98 daga og segir Kristján hana hafa gengið vel. „Lélegt skyggni var aðeins að hrella okkur til að byrja með en annars hefur gengið mjög vel í sumar. Mikill hvalur hefur verið á veiðisvæðinu í allt sumar og stutt að sækja,“ segir hann.