Hagnaður Hvals hf. nam rúmlega 2,3 milljörðum króna á tímabilinu 1. október 2014 til 30. september 2015. Árin 2013 til 2014 nam hagnaður Hvals hf. rúmum 3,2 milljörðum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Sala á hvalaafurðum nam rúmum 1,2 milljörðum samanborið við  1,055 milljörðum á sama tímabili árin 2013 til 2014.

Eignir Hvals voru rúmlega 26 milljarðar í lok tímabils - samanborið við eignir upp á tæplega 24 milljarða fyrir sama tímabil 2013 og 2014 - og nam eigið fé rúmlega 16 milljörðum.

Skuldir Hvals hf. námu tæplega 9,9 milljörðum í lok tímabils 2015.

800 milljóna arður

Ákveðið var að greiddur verði út arður að fjárhæð 800 milljóna á árinu 2016.

Tveir stærstu hluthafar í Hval hf eru Fiskveiðahlutafélagið Venus sem á 39,5% hlut í félaginu og á dánarbú Ragnhildar Halldórsdóttur Skeoch 10,73% hlut í Hval.