*

föstudagur, 16. apríl 2021
Innlent 24. apríl 2020 09:05

Hvalur veiðir ekki í sumar

Niðurgreiðsla japana á hvalafurðum, heimsfaraldurinn og lágt afurðaverð veldur því að Hvalur mun ekki stunda hvalveiðar í sumar.

Ritstjórn
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
Aðrir ljósmyndarar

Hvalur hf. mun ekki stunda neinar hvalveiðar í sumar, annað árið í röð. Morgunblaðið greinir frá.

Kristján Loftsson, fram­kvæmda­stjóri Hvals, segir niðurgreiðsla japanskra stjórnvalda á hvalveiðum þar í landi skipta miklu. Litlu skipti hvað japanskar útgerðir fái fyrir þær afurðir sem þær veiði. Því til viðbótar sé afurðaverð lágt og miklar kröfur til efnagreininga á íslenskum afurðum sem ekki séu gerðar til japanskra afurða. Þá bætist kórónufaraldurinn við sem flækir hvalskurð hér á landi.

Kristján segir í samtali við Morgunblaðið að hefja eigi hvalveiðar á ný þegar betra færi gefst. Þá sé enn unnið að rannsóknum á fæðubótarefnum úr hvalaafurðum.