Bandaríkjamenn sem fóru á hvalveiðar í Alaska á síðsta ári eða þeir sem tóku á móti skiptinema geta dregið það frá skatti við gerð skattaframtalsins. Sama gildir um nýbakaðar mæður sem keyptu brjóstapumpur og þá sem ættleiddu barn.

Síðasta tækifæri til þess að skila inn skattskýrslum í Bandaríkjunum er í dag. Á vefsíðu Bloomberg er fjallað um þá fjölmörgu þætti sem hægt er að telja til við gerð framtalsins og gilda til frádráttar. Sérfræðingur segir að áðurnefndir þættir og fleiri sýni hversu flókið skattkerfið sé orðið.

Frestur til þess að skila inn framtali rennur út á miðnætti í kvöld. Búist er við að um 141 milljón einstaklingar skili skattframtali í ár og að frádráttarbærir liðið verði að andvirði um 2,000 milljarðar dala.