*

mánudagur, 20. janúar 2020
Innlent 9. janúar 2016 08:22

Hvar verða fréttirnar til?

Tekið er saman hvaða miðlar skrifuðu flestu fréttirnar árið 2015 í Tölfræði fjölmiðla.

Ritstjórn
Skjáskot

Þegar teknar eru saman fréttir helstu miðla á liðnu ári er auðvelt að sjá að þar bera Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, og 365 miðlar höfuð og herðar yfir alla aðra hvað fjölda frétta áhrærir.

Nú er rétt að hafa í huga að miðlarnir eru misduglegir við að endurbirta fréttir á vefjum sínum, svo tölurnar eru eitthvað bólgnar. Svo eru ýmsar fréttir á mbl.is og Vísi, sem aldrei sjást í hefðbundnum miðlum.

En kannski er forvitnilegast að sjá hvað Morgunblaðið birtir miklu fleiri fréttir en Fréttablaðið, en þar hefur auglýsingahlutfall hækkað nokkuð á liðnu ári, og bæði fréttasíðum og fréttum á síðu fækkað talsvert. Sem bendir til þess að blaðið sé e.t.v. loks að breytast í hefðbundið fríblað.