Hvarf eignarhaldsfélag ehf. var dæmt í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur til að endurgreiða Saga Capital tæplega 125 milljónir króna. Atvik málsins voru þau að Icebank, síðar Sparisjóðabanki Íslands, veitti sjö eignarhaldsfélögum starfsmanna Saga Capital lán til kaupa á hlutabréfum í Saga. Fjárfestingarbankinn tók á sig sjálfskuldarábyrgð á allt að 20% af heildarfjárhæð lánanna sjö. Sparisjóðabankinn framseldi kröfurnar til Hvarfs og innheimti félagið um 280 milljónir af Saga Capital. Vildi Saga frá hluta af þessu fé til baka þar sem um hafi verið að ræða óheimilda gengistryggingu á lánunum.

Með vísan til laga og fyrri dómafordæma féllst Héraðsdómur á túlkun Saga Capital og er Hvarfi því gert að endurgreiða bankanum 125 milljónir króna, sem áður segir.