Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarpsdrög um skattagrið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í haust. Drögin gera ráð fyrir að skattsvikarar geti komið fram með vantaldar tekjur eða eignir erlendis gegn því að fallið verði frá refsimeðferð. Greint er frá þessu á mbl.is .

Bjarni segir málið þeirrar gerðar að náist ekki samstaða um að fara þessa leið ætli hann ekki að eyða mikilli orku í að berjast fyrir því að það verði samþykkt. Málið hafi áður fallið í grýttan jarðveg á þingi.

„Mér fannst öll áhersl­an í þing­inu vera á það að með því að fara þessi leið væri verið að veita mönn­um ein­hvers kon­ar af­slátt af því að hafa brotið lög. Staðreynd­in er hins veg­ar sú að menn munu aldrei geta upp­lýst um öll brot. Þarna er far­in sú leið að skapa hvata fyr­ir menn að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is.