*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 9. nóvember 2004 13:23

Hvatt til hófs við gjaldtöku heilbrigðiseftirlits

Ritstjórn

Í ræðu sem umhverfisráðherra flutti á fundi Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á dögunum vakti hún athygli á að eftirlits- og sýnatökugjöld eru áberandi mismunandi í mörgum tilvikum. Vísaði hún til nýlegrar úttektar sem Samtök atvinnulífsins gerðu, hvatti til að málið yrði skoðað vel og lagði áherslu á að hófs yrði gætt við gjaldtökuna. Rifjaði hún m.a. upp að í lögunum er gengið út frá því að aðeins sé innheimt fyrir veitta þjónustu og að þjónustan sé sem mest sambærileg í landinu þótt vitanlega geti ýmis atriði haft þar áhrif á s.s. stærð svæða og fjöldi íbúa.

Þá fjallaði umhverfisráðherra m.a. um fyrirkomulag matvælaeftirlits, sem hún telur eðlilegast að ?heyri undir eitt ráðuneyti, eina stofnun á vegum ríkisvaldsins og ein lög,? líkt og Samtök atvinnulífsins hafa m.a. lagt til í nýlegri skýrslu um eftirlit með atvinnustarfsemi. Sem kunnugt er heyrir matvælaeftirlit nú undir fjórar stofnanir þriggja ráðuneyta, auk tíu heilbrigðisnefnda sveitarfélaga.