Fríðrik Friðriksson, sem situr í kosningastjórn Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi og framkvæmdastjóri Skjás eins, hefur í tvígang hvatt Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins til að segja af sér. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði Friðrik hafa gert það í bréfi fyrir tveimur vikum og aftur í gær. Eins og margoft hefur komið fram í dag er Bjarni að íhuga stöðu sína í skugga lítils fylgis sem flokkurinn hefur fengið í skoðanakönnunum. Það hefur legið á bilinu 19-23%. Þá benda niðurstöður skoðanakönnunar sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið til þess að fylgið við flokkinn væri meira ef Hanna Birna leiddi flokkinn.

Friðrik er eiginmaður fjölmiðlakonunnar Elínar Hirst. Elín er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi . Bjarni er í fyrsta sætinu í sama kjördæmi.

Elín sagði í samtali við fréttastofuna þakklát manni sínum fyrir að hafa ekki borið þetta til sín.