Hver fangi í íslenska fangelsiskerfinu kostar um 7,3 milljónir króna á ári, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun, en mikill munur er á milli fangelsa hve hár kostnaðurinn er. Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur alþingismanns í fyrra kom fram að meðalkostnaður á hvern fanga hafi verið um 7,2 milljónir króna árið 2012.  Hefur kostnaðurinn því aukist eilítið milli ára.

Í svari Fangelsismálastofnunar við fyrirspurn Viðskiptablaðsins var kostnaðurinn mestur á hvern fanga í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, eða um 12,5 milljónir króna á ári. Lægstur er kostnaðurinn hins vegar á Kvíabryggju eða  tæp 5,1 milljón króna á ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Aðstandendur Serrano stefna á aukin umsvif í Svíþjóð
  • Snúnir samningar yfir Atlantshafið
  • Gjaldeyriskaup hafin á ný
  • Notkun erlendra sérfræðinga stóreykst
  • Hvernig er kynjamismunur í íþróttafréttum?
  • Við fundum strax fyrir því að orðstýr stéttarinnar beið hnekki eftir hrunið, segir Sigurður Páll Hauksson, nýr forstjóri Deloitte, í ítarlegu viðtali
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni spáir í spillingu og FIFA
  • Óðinn skrifar um stórtæka gagnasöfnun
  • Nýsköpun hrekin úr landi
  • Nærmynd af Hauki Þór Haukssyni, nýjum aðstoðarframkvæmdastjóra LÍÚ
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira