Hver Íslendingur átti rúmlega 7,5 milljónir króna í lífeyrissjóðunum um síðustu áramót. Þ.e.a.s. ef eign lífeyrissjóðanna er deilt niður á mannfjölda. Greining Íslandsbanka rifjar upp í Morgunkorni sínu í dag að kjötkatlar þjóðarinnar séu langt frá því að standa tómir sé litið til lífeyrissjóðanna en séu þeir teknir með í reikninginn voru um 67% íslenskra fjölskyldna með jákvæða eiginfjárstöðu árið 2022. Síðan þá hafa eignir lífeyrissjóðanna aukist um 19,4%.

Hrein eign lífeyrissjóðanna nam í lok maí sl. 2.505,5 milljörðum króna sem er 141% af áætlaðri landsframleiðslu. Þetta er 4,5% aukning frá áramótum.