Úrslit í dómsmáli The Bank of Tokyo-Mitsubishi gegn Kaupþingi réðust í raun alfarið á atburðarás aðfaranætur 9. október 2008, en þann dag var greint frá því að Fjármálaeftirlitið hefði tekið bankann yfir. Deilan spratt af gjaldmiðlaskiptasamningi sem Kaupþing gerði við japanska bankann þann 22. september 2008 sem fól í sér að 25. september skiptu bankarnir á dollurum og jenum. Svo átti að skipta aftur á þessum gjaldmiðlum, 50 milljónum dala og ríflega 5,3 milljörðum jena, þann 9. október.

Eins og áður segir réðst niðurstaðan í héraði og Hæstarétti á atburðarásinni aðfaranótt 9. október, þótt lögfræðilegur rökstuðningur fyrir niðurstöðunni væri ekki alfarið sá sami í báðum dómum. Þessa nótt, líklega milli klukkan eitt og þrjú – tímasetningar eru nokkuð á reiki – var skilanefnd skipuð yfir Kaupþingi. Á fyrsta fundi nefndarinnar þá um nóttina var tekin sú ákvörðun að halda gjaldeyri inni í landinu.

Japanski bankinn fékk hins vegar ekki nein skilaboð um slíkt frekar en aðrir viðskiptavinir bankans. Má því segja að skilanefnd hafi ákveðið að standa ekki við sinn hluta samningsins án þess að láta gagnaðilann vita.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.