Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands er áætlaður árlegur meðalrekstrarkostnaður á hvern nemandi í grunnskólum sem reknir eru af sveitarfélögum 1.810.487 krónur í júní 2017.

Meðalrekstrarkostnaður árið 2015 nam 1.651.002 krónum og er vegin meðalverðbreyting því áætluð 9,7% á frá 2015 til júní 2017.

Samkvæmt reglugerð skal útreikningur Hagstofu Íslands skv. 1. mgr. vegna komandi skólaárs liggja fyrir í september ár hvert.

Segir í reglugerðinni að „útreikningur skal byggður á ársreikningum sveitarfélaga fyrir liðið ár, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga til þess dags sem útreikningur er gerður. Verðlagsbreytingar skulu taka mið af almennum launahækkunum starfsmanna grunnskóla og breytingum á vísitölu neysluverðs að teknu tilliti til vægis hvors þáttar fyrir sig í rekstrarkostnaði grunnskólanna."