Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar var meðalrekstrarkostnaður á hvern nemenda í grunnskólum landsins árið 2015 1.651.002 krónur.

Í janúar 2017 var áætlaður árlegur rekstrarkostnaður á hvern nemenda í grunnskólum sem reknir eru af sveitarfélögum 1.754.072 krónur.

Þetta þýðir að vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar þarna á milli var áætluð sem 6,2%.

„Útreikningur skal byggður á ársreikningum sveitarfélaga fyrir liðið ár, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga til þess dags sem útreikningur er gerður,“ segir í frétt stofnunarinnar.

„Verðlagsbreytingar skulu taka mið af almennum launahækkunum starfsmanna grunn­skóla og breytingum á vísitölu neysluverðs að teknu tilliti til vægis hvors þáttar fyrir sig í rekstrarkostnaði grunnskólanna.“