Tekjur af sundlaugum Reykjavíkurborgar námu 40 prósentum af rekstrarkostnaði þeirra á síðasta ári. Tekjurnar námu 780 milljónum króna, en rekstrarkostnaðurinn um 1.959 milljónum. Mismunurinn var 1.180 milljónir króna. Það jafngildir um 2 prósentum af skatttekjum borgarinnar í fyrra.

Kostnaður sundlauga Reykjavíkur á hvern sundgest var 1.084 krónur að meðaltali, en kostnaðurinn er mjög mismikill milli lauga. Þannig var rekstrarkostnaður á hvern sundgest í Vesturbæjarlaug aðeins 724 krónur. Kostnaðurinn var 1.127 krónur á sundgest í Laugardalslaug, en hæstur var kostnaðurinn í Grafarvogslaug, eða 1.309 krónur á sundgest.

Hlutdeild sundgesta í kostnaði var einnig mismikill hjá laugunum. Gestir Árbæjarlaugar greiddu rétt um þriðjung af rekstrarkostnaði laugarinnar í fyrra. Hlutdeild sundgesta í kostnaði var hins vegar um 60% í Vesturbæjarlaug. Það er eina sundlaugin í Reykjavík þar sem tekjur námu yfir helmingi útgjalda á síðasta ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Nýtt app auðveldar daglegt skipulag.
  • Húsnæðismálaráðherra segir að hægt sé að lækka byggingarkostnað með því að stytta byggingartíma.
  • Meirihluta svarenda er mótfallinn upptöku evru samkvæmt nýrri könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið.
  • Nýjar tillögur kröfuhafa Glitnis gætu skilað 50-100 milljöðrum krónum meiru til ríkisins en fyrri tillögur.
  • Stýrivextir Seðlabankans hafa ekki tilætluð áhrif að mati greiningaraðila.
  • Greiningardeildir Arion banka og Íslandsbanka spá meiri hagvexti en áður.
  • Lundúnarskrifstofa LOGOS fagnar 10 ára afmæli í ár.
  • Brynja Baldursdóttir forstjóri Creditinfo Lánstrausts í ítarlegu viðtali.
  • Angling IQ er nýtt íslenskt veiðiapp.
  • Mercedez Benz GLC kemur vel úr reynsluaktri.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Imon málið.
  • Óðinn fjallar um ríkisbanka.