Kapítalistar eiga að vera stoltir af sköpunarmætti sínum en ekki skammast sín fyrir hann. Þeir sem lifa hins vegar á öðrum í krafti valdboðs eru lítið annað en sníkjudýr. Menn eiga að elska sjálfa sig og neita að fórna sér fyrir aðra. Mörgum bregður eflaust við þessar fullyrðingar sem ganga þvert á viðtekið viðhorf, en þetta er einn kjarninn í heimspeki og skáldskap rússnesk-bandarísku skáldkonunnar Ayns Rand.

Almenna bókafélagið gaf á dögunum út áhrifamestu skáldsögu hennar, Undirstöðuna (Atlas Shrugged), í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Fyrsta skáldsaga Rands, We the Living, kom út 1936 og gerist í Rússlandi eftir byltingu kommúnista. Notaði Rand ýmis atvik úr eigin lífi í sögunn.

Bókin var þýdd á íslensku og birtist sem framhaldssaga í Morgunblaðinu sumar og haust 1949 undir heitinu Kíra Argúnova, sem er nafn aðalsöguhetjunnar. Talið er að bækur hennar hafi selst í 30 milljónum eintaka

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.