Hæstu sólahringsmeðaltöl á brennisteinsvetni í Hveragerði eru á bilinu 35-40µg/m3 sem er um fjórðungur af heilsuverndarviðmiðum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Hæstu klukkutíma meðaltöl eru nokkuð hærri eða rúmlega 180µg/m3.

Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar en síðan í Síðan í febrúar á þessu ári hefur Umhverfisstofnun verið með mælingar á brennisteinsvetni í Hveragerði.

Fram kemur að í dag eru ekki til nein viðmiðunarmörk um brennisteinsvetni fyrir almenning hér á landi en reglugerð um það er í vinnslu. Mjög mismunandi er milli landa hvaða mörk gilda fyrir almenning en víða eru sett fram mörk fyrir bæði klukkutíma- og sólahringsmeðaltal.

Mælirinn í Hveragerði er staðsettur í vestanverðum bænum, um 700 metrum vestan við jarðhitasvæðið í bænum. Mælingar sýna að hæstu styrkirnir mælast í vestlægum áttum sbr. meðfylgjandi vindrós.

Sjá nánar á vef Umhverfisstofunar.