Nokkrir af stærstu bönkum Norðurlanda gætu þurft að taka á sig skell vegna gjaldþrots bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers.

Leitt er líkum af því að norrænu bankarnir, eða dótturfélög þeirra, kunni að þurfa afskrifa fjárhæðir vegna örlaga Lehman á næstu fjórðungum. Það eru helst sænskir bankar sem hafa mestu hagsmunanna að gæta en samkvæmt matsfyrirtækinu Standard & Poor’s ætti fall Lehman ekki hafa áhrif á fjárhagslegan styrk sænskra banka.

Samkvæmt Dow Jones-fréttaveitunni er Swedbank með veðtryggðar kröfur á hendur Lehman Brothers Commercial Paper að andvirði 1,35 milljarða Bandaríkjadala.

Swedbank á einnig ótryggðar afleiður og skuldabréf tengdum sex af dótturfyrirtækjum Lehman að andvirði 30,1 milljón dala.

Um er að ræða fjármálagjörning sem tengist lánum til 70 fasteignafélaga víðsvegar í Bandaríkjunum.

Afskriftir ótímabærar

Samkvæmt síðasta mati var hlutfall lána að verðmæti fjármálagjörninganna 72%, sem varla telst til hörmulegrar stöðu miðað aðstæður á fjármálamörkuðum. En sem kunnugt er hefur verðmæti fjármálagjörninga sem tengjast fasteignalánum hrunið í verði í kjölfar mikilla lækkana á fasteignaverði í Bandaríkjunum.

Dow Jones hefur eftir Mikael Inglander, fjármálastjóra Swedbank, að ekkert hafi verið rætt innan bankans um þörf þess að afskrifa eignirnar. Að hans sögn eru afskriftir ótímabærar og fasteignaverð þyrfti að falla um 30% til víðbótar til þess að ógna stöðu bankans í þessum fjármálagjörningum.

Að sögn Dow Jones gerir Rodney Alfen, sérfræðingur hjá Ceuvreux, ráð fyrir að Swedbank muni þurfa að afskrifa 30-50% af ótryggðu kröfunum í næstu fjórðungsuppgjöri. Hann mælir hinsvegar með kaupum í hlutabréfum bankans og hefur út markgengið 150 sænskar krónur.Gengi hlutabréfa Swedbank var rífega 100 sænskar krónur í gær.

Tveir norrænir banka eigendur ótryggða veðkrafa í Lehman

Samkvæmt gögnum í tengslum við gjaldþrot Lehman Brothers eru tveir norrænir bankar, Svenska Handelsbanken og DnB Nor, meðal þeirra efstu þegar kemur að lista yfir 30 stærstu eigendur ótryggðra veðkrafa í Lehman.

Handelsbanken, sem er næst stærsti banki Svíþjóðar, á 140 milljónir dala í víxlum og Lehman skuldar DnB, sem er stærsti banki Noregs, 25 milljónir dala.

Dow Jones hefur eftir talsmönnum Handelsbanken að núverandi staða bankans gagnvart Lehman sé 91 milljón dala, Sextán af þessum milljónum samanstanda af víxlum til dótturfyrirtækja Lehman. Bankinn er einnig með stöðu í afleiðuviðskiptum með veði við Lehman. Andvirði skammtímaafleiðuviðskipta án veða Handelsbanken við Lehman nema 10 milljónum dala.

Sænski bankinn SEB er með skuldabréfakröfur á Lehman-samsteypuna að andvirði 64 milljóna evra en haft er eftir talsmönnum bankanna að ekkert af upphæðinni tengist hlutabréfum eða víkjandi lánum sem tengjast móðurfélaginu.

Odd Eiken, yfirmaður markaðs- og samskipta hjá SEB, segir að forráðamen bankans geri ráð fyrir að eitthvað af þessari upphæð muni tapast en upphæðin verði hverfandi sé miðað við stærðar efnahagsreiknings bankans.

Nordea, sem er stærsti banki Norðurlanda miðað við markaðsverði, segist einnig hafa hverfandi stöður gangvart Lehman. Einnig segja forráðamenn Danske Bank vera sáttur við stöðu sína gagnvart Lehaman og dótturfélaga og engar skuldbindingar sem vert er að nefna gagnvart móðurfélaginu.