Hvergi í heiminum hafa heimamenn meiri tekjur af útleigu á Airbnb og á Íslandi. Tekjur hins dæmigerða leigusala á Íslandi eru rúm 1.200 þúsund en hinn dæmigerði leigusali hefur um 275 þúsund krónur í tekjur í 80 landa meðaltali að því er Túristi greinir frá .

Að jafnaði leigðu Íslendingar út fasteignir sínar í 62 daga á ári en miðað við reglur á Íslandi má að hámarki leigja út fasteign í skammtímaleigu í 90 daga á ári og tekjurnar mega ekki fara yfir 2 milljónir.

Næst tekjuhæstir eru Japanir þar sem hinn dæmigerði leigusali hefur rúmlega 1.150 þúsund krónur í árstekjur en þar á eftir koma Bandaríkjamenn með rúmar 780 þúsund krónur á ári.