Sigurður Ingi Jóhannesson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, var í gær á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem bar heitið. „Börn náttúrunnar: Framtíð auðlindagreina á Íslandi.“ „Börnin“ sem yfirskrift þingsins vísar til eru sjávarútvegurinn, orkuframleiðsla og ferðaþjónustan.Sagði Katrín Olga, formaður Viðskiptaráðs, náttúruna hafa getið af sér þessi þrjú börn, sem hafi verið undirstaða útflutnings, verðmætasköpunar og velferðar í landinu. Auðlindageirinn stendur undir 75% af útflutningstekjum landsins og tæplega 25% af landsframleiðslu, og hafa útflutnignstekjur auðlindagreinanna farið stöðugt vaxandi undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafi umræðan um auðlindir landsins verið á villigötum.

Sigurður Ingi hjó hins vegar eftir að hvergi var minnst á „óhreina barn“ Viðskiptaráðs: landbúnað. „Þrátt fyrir mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu, skógræktar, landgræðslu osfr osfr. Þrátt fyrir að yfir 12 þús manns starfi í klasanum - yfir 50 milljarðar - mikilvægi tengsla við yngsta barnið Ferðaþjónustuna osfr. Og þeirrar staðreyndar að óvíða er hlutfall nýsköpunar, þróunar og aukinnar framleiðni meiri sbr frétt Bændablaðsins sjá tengil . en þar kemur fram að hæsta hlutfall eða 42% mjólkur er framleitt með mjaltaþjónum(robotics) í Íslenskum fjósum - sem ku vera heimsmet,“ skrifar Sigurður Ingi á Facebook-síðu sína .

Að lokum tekur Sigurður Ingi fram: „Já misjöfnum augum sjá menn silfrið og óhreina barnið fékk ekki að vera með í dag.“ Hægt er að lesa pistil Sigurðar Inga í heild sinni hér;

Óhreina barn Viðskiptaráðs

Var í dag á ágætu og fróðlegu Viðskiptaráðsþingi. Það var haldið undir heitinu "Börn Náttúrunnar" og var vísað til auðlinda-atvinnu-barnanna þriggja!!! Sjávarútvegs, Orku og Ferðaþjónustu og mikilvægi nýsköpunar og þróunar i þeim geirum svo börnin dafni. Það vakti athygli mína (en kom kannski ekki á óvart á þessum vettvangi) að hvergi var minnst á "Óhreina Barn" Viðskiptaráðs - elsta auðlindabarnið landbúnað. Þrátt fyrir mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu, skógræktar, landgræðslu osfr osfr. Þrátt fyrir að yfir 12 þús manns starfi í klasanum - yfir 50 milljarðar - mikilvægi tengsla við yngsta barnið Ferðaþjónustuna osfr. Og þeirrar staðreyndar að óvíða er hlutfall nýsköpunar, þróunar og aukinnar framleiðni meiri sbr frétt Bændablaðsins sjá tengil. en þar kemur fram að hæsta hlutfall eða 42% mjólkur er framleitt með mjaltaþjónum(robotics) í Íslenskum fjósum - sem ku vera heimsmet
- Já misjöfnum augum sjá menn silfrið og óhreina barnið fékk ekki að vera með í dag.