Ný þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins liggur nú fyrir og til að ræða hana kemur í Viðskiptaþáttinn á Útvarpi Sögu (99,4) í dag aðalhöfundur hennar Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Farið verður yfir helstu forsendur að baki spá ráðuneytisins en þar er meðal annars gert ráð fyrir meiri hagvexti en áður.

Að því loknu ætlum við að bregða okkur norður á land og fá nasasjón af nýrri skýrslu um flug og sjóflutninga á vestur norðurlöndum en annar höfundur skýrslunnar, Jón Þorvaldur Hreiðarsson, hjá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri segir frá henni.

Uppgjör KB banka er auðvitað helsta umræðuefnið á markaðnum og einn helsti sérfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka, Jónas G. Friðþjófsson, kemur í þáttinn og rýnir í uppgjörið.