Margir segja að sextugsaldurinn er sé besti aldurinn. Þá er búið að koma sér vel fyrir í lífinu, fjármálin í góðu lagi, sjaldan sé fólk með betri tekjur en þá og börnin séu vaxin úr grasi. Það sé rétti tíminn til að slaka á og njóta þess sem lífið hefur upp á bjóða. Þegar komið er yfir fimmtugt er líka rétti tíminn til að hugsa um hvernig eyða eigi eftirlaunaárunum. Lélegir ellimannabrandarar heyrast æ oftar eins og: Þú veist að þú ert komin á sextugsaldurinn þegar uppáhaldslagið þitt er spilað í lyftunni, og benda lymskulega á að það styttist í eftirlaunin.

Fjallað er um fjármál fólks yfir fimmtugt í Viðskiptablaðinu.