Þann 1.september á næsta ári munu taka í gildi ný lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja en þá má hlutfall hvors kyns aldrei vera lægra en 40%. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá KPMG, segir að konur sem sitji í stjórnum í dag hafi flestar setið í stjórn í 1-3 ár.

Berglind segir að í könnun sem gerð hafi verið meðal stjórnarmanna kom fram að í venjulegum fyrirtækjum tæki stjórnarseta í einni stjórn 6-10 klukkustundir á mánuði. Hjá fyrirtækjum sem féllu undir Fjármálaeftirlitið tæki stjórnarsetan hinsvegar 11-15klst á viku.

Berglind segir að aðferðina við að ná fram þessum kynjahlutföllum í stjórnum fyrirtækja vera mun mildari en til dæmis í Noregi. Þar hafi fyrirtækin fengið 2 vikur til þess að breyta kynjahlutföllum. Eftir þessar tvær vikur var síðan send út fréttatilkynning með nöfnum þeirra fyrirtækja sem ekki uppfylltu skilyrðin um löglega stjórn og þeim hótað afskráningu. Berglind segir engin sektarákvæði liggja fyrir hér á landi enn sem komið er.