Í ljósi umræðu um innherja og hverjir teljast innherjar á markaði er brýnt að skerpa á þekkingu á þessum málefnum, að mati Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, sem blása til hádegisverðarfundar í Hörpu á morgun um málið. Á fundinum munu fjórir sérfræðingar ræða um innherja, ábyrgð þeirra og skyldur sem og verðmyndandi upplýsingar sem opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn geta búið yfir. Sömuleiðis verður fjallað um tækifærin sem liggja í því að meðhöndla upplýsingar með vönduðum hætti og farið verður yfir ástæður stöðvunar á viðskiptum og verklag þar að lútandi.

Frummælendur á fundinum verða þau Páll Friðriksson, lögfræðingur á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins, Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Kristinn Arnar Stefánsson, forstöðumaður Regluvörslu Íslandsbanka. Fundarstjóri er Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri Kauphallarinnar.

Hér má lesa meira um fundinn.