Eftir því sem leið á nóttina og sigur Trump varð ljósari því meira féllu hlutabréfamarkaðir í asíu og nágrenni sem voru opnir í nótt.

„Við mættum öll til vinnu og trúðum því að þetta yrði auðveldur sigur fyrir Hillary Clinton, en Trump er á sigurgöngu öllum að óvörum,“ sagði Kay Van-Petersen, forstöðumaður hjá saxo Capital Markets í viðtali við MarketWatch .

„Viðskiptavinir okkar eru stressaður. Núna spyrja þeir hvernig þeir eiga að geta grætt peninga ef Trump sigrar.“

Sérstaklega lækkaði gengi hlutabréfa í bönkum og stórum útflutningsfyrirtækjum.

Í japan féllu hlutabréfa í Sumitomo Mitsui Financial um 6,10%, Mitsubishi UFJ Financial um 5,93% og bílaframleiðendurnir Mazda Motor féll um 8,66% og Honda Motor um 7,83%.

  • Nikkei 225 vísitalan í Japan féll um 5,36%
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu féll um 2,25%
  • Taiwan Weighted vísitalan féll um 2,98%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll um 2,11%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan féll um 0,66%
  • FTSE China A50 vísitalan féll um 0,81%
  • S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu féll um 1,93%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan féll um 3,23%