Í nýrri bók sinni, Frozen Assets, skrifar Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander með athyglisverðum hætti um hlutverk sitt í vexti íslenskrar bankastarfsemi í Lundúnum.

Þannig byrjar breska blaðið Telegrah umfjöllun sína um málið í dag en bók Ármanns kemur út í október. Blaðið tekur loforð af Ármanni að hann muni greina frá því hvernig einn maður, einn banki og ein þjóð upplifði og hafði áhrif á stöðu efnahagsmála í heiminum, eins og það er orðað í umfjöllun blaðsins.

Blaðið segir þó að sú staðreynd að Ármann muni líklega hagnast af útgáfu bókarinnar muni koma viðskiptavinum bankans, sem tapað hafa stórfé að sögn Telegraph, í mikið uppnám en þar vísar blaðið til þess að innistæður bankans á Mön hafi ekki verið tryggðar af þarlendur stjórnvöldum.

Ármann varð forstjóri Singer & Friedlander, sem þá var einn elsti fjárfestingabanki Bretlands, þegar Kaupþing keypti bankann árið 2006. Telegraph segir að í bók Ármanns verði líklega greint frá mörgum af helstu viðskiptavinum Kaupþings, svo sem The Candy brothers, Mike Ashley (eiganda Newcastle) og Robert Tchenguiz en þá verði lífstíl bankamannanna lýst sem flugu um i einkaþotum frá Reykjavík til Lundúna, Monte Carlo og St Tropez.

Sjá umfjöllun Telegraph.