Grikkland eða annað evruríki sem stendur nálægt gjaldþrotagilinu á að hverfa frá evrusvæðinu, taka upp annan gjaldmiðil og standa aðeins við brot af þjóðarskuldum sínum. Leggja skal á ráðin á bak við luktar dyr. Skömmu áður en greint verður frá því að landið ætli að hætta evrusamstarfinu verður að innleiða þar eitthvert form gjaldeyrishafta, bankar og hraðbankar munu loka tímabundið og verða bæði evrur og hinn nýi þjóðargjaldmiðill notaðir samtímis þar sem erfitt er að prenta nægilega mikið af peningum fyrir eitt hagkerfi áður en til fullkominna slita kemur.

Næsta víst er að nýr gjaldmiðill mun falla um 30-50%.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tillögunni sem vermir fyrsta sætið í hugmyndasamkeppni breska útvarpsins, BBC, um fimm bestu leiðirnar til að skipta evrusvæðinu upp.

Keppnin lýtur að því að finna hagkvæmustu leiðina fyrir eitt ríki til að segja sig úr myntbandalaginu.

Í verðlaun eru 250 þúsund pund, tæpar 50 milljónir króna.

Áhugasamir geta lesið sér til um hugmyndirnar - nú eða tekið þá - hér